143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:12]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að nú þegar hafi trúverðugleiki og orðspor þjóðar okkar beðið mikla hnekki í þessu máli. Það er ekki lengra síðan en í þarsíðasta mánuði sem hæstv. utanríkisráðherra harmaði þá ákvörðun Evrópusambandsins að greiða ekki IPA-styrki. Í þarsíðasta mánuði hélt hann því fram að það væri algjör ósvinna af hálfu Evrópusambandsins vegna þess að Ísland væri enn þá umsóknarríki. Þetta er auðvitað framganga með slíkum ólíkindum að það er okkur langt í frá til sóma.