143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[12:26]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nefnilega þannig að þessi svik, þessi ósannleikur, felur ekki í sér mismun á einhverjum milljónum í fjárveitingu, þó að það leiði nú hugann að forsíðufyrirsögninni þar sem forsætisráðherra er atyrtur af Ríkisendurskoðun einmitt fyrir það að deila milljónum og það tugum milljóna án yfirvegaðra ákvarðana í kjördæmi. Með þessum gjörningi, ekki bara hæstv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem hafa sagt kjósendum sínum ósatt, heldur líka forustu flokksins í ríkisstjórn sem hefur með ýmsu móti sagt kjósendum sínum að þjóðin skuli fá að kjósa, er ekki verið að svíkja nein smávægileg kosningaloforð heldur ákvarðanatöku allra kjósenda um eitt stærsta framtíðarmál Íslands. Er líðandi að mati þingmannsins að (Forseti hringir.) þetta mál hafi yfir höfuð verið sett hér á dagskrá? Og er hægt að samþykkja að það verði tekið til umræðu?