143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:38]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við fjöllum hér um skýrslu utanríkisráðherra um úttekt á aðildarviðræðuferlinu við Evrópusambandið, sem átti að verðs grundvöllur fyrir frekari ákvarðanatöku í málinu. Forkólfar ríkisstjórnarinnar, hæstv. forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hæstv. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, hafa ekki verið þaulsætnir hér eða valið að koma í ræðustól til þess að gefa kjósendum sínum skýringar á þeim svikum sem hér fara fram. Þeir komu hér lítillega við í gær til að atyrða þingmenn og hlæja að þeim, en þegar hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon krafðist nærveru þeirra þótti það svo langt gengið að fundi var slitið.

Eigum við ekki, á meðan þeir sjá sér ekki fært að vera hérna með okkur, herra forseti, að fresta þessum fundi? Mér sýnist líka vera komið hádegishlé.