143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

tilhögun þingfundar.

[15:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka virðulegum forseta fyrir að hafa stýrt málum á þennan hátt. Ég tel þetta enn einn vitnisburðinn um að forseti hefur haldið afskaplega vel á málum við erfiðar aðstæður. Vonandi verður niðurstaðan til þess að við tökum málefnalega umræðu um það sem skiptir máli, ekki aðeins hér á hv. Alþingi heldur líka annars staðar. Vonandi verður þetta til þess að við sjáum ekki aftur þá hluti sem hafa verið í gangi á undanförnum dögum. Vonandi er þetta víti til varnaðar og vonandi munum við geta leyst úr erfiðum deilumálum á annan hátt en almenningur hefur þurft að horfa upp á á undanförnum dögum.

Ég beini því til okkar allra því að þetta snýr að okkur öllum. Við bætum aldrei vinnubrögðin nema við gerum það öll.