143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

tilhögun þingfundar.

[15:11]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það ber greinilega ekki nógu mikið á manni hér. Mig langar að þakka forseta fyrir að hafa losað okkur úr skrúfstykkinu. Ég var mjög áhyggjufull yfir því að við mundum þurfa að vera áfram í þeim fasa sem verið hefur hér undanfarna daga. Ég er mjög ánægð með að heyra jafnframt hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson segja að við eigum öll að reyna að finna betri lausnir en þær sem við höfum verið með hér á borðum og bæta það hvernig við tjáum okkur hvert við annað. Mér finnst það mjög mikilvægt.

Ég vona að við getum nýtt nefndavikuna til að ná saman og ég skora á okkur öll sem sitjum á formannafundunum að við leggjum okkur fram til hins ýtrasta til þess að það sé hægt. Ég vona að við berum gæfu til þess.