143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:19]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hversu oft hv. þingmaður notaði orðið svíkja í stuttri ræðu sinni. Ég hugsa að það nálgist (Gripið fram í.)Íslandsmet.

Hv. þingmaður spyr um þjóðaratkvæðagreiðslu og gefur í skyn að ég sé að svíkja eitthvað varðandi hana. Það sem stendur í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir tveir flokkar hafa ekki tekið ákvörðun og munu varla taka ákvörðun um að halda viðræðunum áfram, en verði það gert verður þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er það sem við höfum lofað.