143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.

[15:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég efast ekki um vilja forseta til að reyna að leiða fólk og hv. formenn stjórnarflokkanna saman til að finna sátt í þessu máli. Ég held að ekki sé við forseta að sakast að staðan sé eins og hún er hér á þessari stundu en virðulegur forseti hefur dagskrárvaldið í þinginu og ég vona að hann taki vel í þá ósk sem hér hefur komið fram um að setja sjötta málið á dagskrá fram fyrir málið sem við erum að þrasa um. Það liggur á að ræða það, það tengist kjarasamningum o.fl. og kemur við hag almennings í landinu. Hins vegar liggur ekkert á því að draga til baka umsóknina um aðild að ESB. Það liggur ekkert á því en því fyrr sem við ræðum gjaldskrárlækkanir, því betra.