143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.

[15:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mig langar að gera það alveg ljóst að ég er ekki að falast eftir því að framkvæmdarvaldið fari að skipta sér af fundarhöldum á löggjafarsamkundunni, ekki að öðru leyti en því sem hlýst af því að ráðherrar sitja jafnframt sem þingmenn. Það á ekki að vera þannig en því miður hefur ekki tekist að breyta því.

Það er venja í þinginu að formenn stjórnmálaflokkanna fundi og reyni að koma sér saman um framhald máls. Nú vill svo til að tveir formenn tveggja þingflokka eru ráðherrar og þess vegna þurfa þeir að mæta til þessa fundar. En það er kannski bara orðin venja hjá þessum mönnum að svíkja allt sem þeir lofa. Þeir lofuðu ýmsu fyrir kosningar en þeir ætla ekki að standa við það og þeir lofuðu að reyna að efna til samkomulags í síðustu viku og þeir stóðu ekki við það. Kannski eru þeir bara að plata virðulegan forseta um að þeir ætli (Forseti hringir.) að halda fund hér seinna í dag.