143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

fyrri yfirlýsingar forsætisráðherra.

[16:28]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Afstaða Evrópusambandsins liggur fyrir; ekkert knýr á um slit viðræðnanna.

Ef það er svona djúpstæð sannfæring hæstv. forsætisráðherra að það sé ómögulegt fyrir þann sem er andvígur aðild að halda áfram viðræðum, hvers vegna sagði hann kjósendum það ekki fyrir kosningar? Það hlýtur að hafa verið alveg jafn augljóst fyrir kosningar þessi ægilegi ómöguleiki og hvað væri heiðarlegt og hvað væri rétt. Þess vegna verður ekki dregin önnur ályktun en sú að í kosningabaráttunni vorið 2013 hafi hæstv. forsætisráðherra hvorki breytt heiðarlega né rétt því að hann hafi vísvitandi leynt kjósendur því að hann ætlaði að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að ráða úrslitum málsins og eftir kosningar (Forseti hringir.) að láta það koma fram þegar enginn gæti (Forseti hringir.) lengur haft áhrif á það (Forseti hringir.) hvað hann gerði.