143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:44]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti áréttar það sjónarmið sitt að ekkert er því til fyrirstöðu að hefja efnislega umræðu og jafnvel þó fundur formanna flokkanna fari fram síðar í dag breytir það því ekki að efnislegar forsendur þess þingmáls sem lagt hefur verið fram liggja fyrir.

Og forseti vill enn á ný hvetja hv. þingmenn að reyna að ljúka umræðu um fundarstjórn forseta og hefja hina efnislegu umræðu. Forseti hefur brugðist vel við óskum stjórnarandstöðunnar á þessu síðdegi en verður ekki var við að það hafi borið nokkurn þann árangur sem hann hafði vænst.