143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka forseta fyrir það að leita leiða til að ná samkomulagi í þinginu og beita sér fyrir því. Það er enginn vafi í mínum huga að hann er heill í því að reyna að finna lausn á málunum.

Ég vil jafnframt biðja virðulegan forseta að líta með jákvæðum huga að stöðu þeirra þingmanna sem þurfa að nýta sinn stutta tíma áður en búið er að halda fund formannanna. Og með sanngirni — má ekki segja að staða þeirra sé svolítið undarleg? Ég bið virðulegan forseta að líta einnig með sínum sanngirnisaugum á stöðu þeirra þingmanna eins og hann hefur gert að öðru leyti í þessu máli.