143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég ítreka að ég er sátt við framgöngu forseta í þessu máli. En því miður er það svo að tilfinning mín núna á þessari stundu er einhvern veginn þannig að fyrir liggi að það komi ekki neitt úr þeim fundi sem við erum að fara á, því að ef eitthvað á að gerast á þeim fundi er fullkomlega ómálefnalegt að ætlast til þess að þingmenn haldi ræðu sína ef það verður eitthvert samkomulag um breytta málsmeðferð.

Samkomulagið sem hér var gert í þarsíðustu viku stendur ekki. Sá aðili sem rauf það samkomulag er hæstv. forsætisráðherra og ætti því þykkja hæstv. forseta að beinast að þeim aðila en ekki þingmönnum.