143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[17:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég kem aftur undir þessum lið til að biðja virðulegan forseta að huga að stöðu þeirra þingmanna sem þurfa að halda sínar stuttu ræður áður en búið er að halda fund með formönnunum. Við hljótum að geta gert ráð fyrir því að á þessum fundi komi hæstv. forsætisráðherra með eitthvert útspil sem hefur einhver áhrif á málið, annaðhvort hvernig farið verði með það hér í dag eða á næstu dögum. Það skiptir miklu máli þegar við þingmenn eigum svona fáar mínútur til að fara yfir málið að þær séu markvisst nýttar og að við fáum tækifæri til að ræða málið eftir fundinn en þurfum ekki að vera í óvissu fyrir fundinn með okkar mál.