143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[17:06]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og fleiri hv. þingmenn hafa sagt á undan mér er ófriður hérna, því er ekki að leyna, og það er vegna þess að forustumenn stjórnarflokkanna sviku það samkomulag sem forseti beitti sér fyrir fyrir nefndavikuna. Þess vegna er samkomulagið upp í loft, eins og sagt er. Eins og líka hefur komið fram hefur hæstv. formaður Sjálfstæðisflokksins gefið það mjög klárlega í skyn að eitthvað þurfi að endurskoða þá tillögu sem þarna er á ferðinni. Við þurfum að vita það áður en við hefjum um hana umræðu aftur hvort eitthvað á að endurskoða hana. Á að hlusta á þessar bumbur hérna fyrir utan eða bara skella skollaeyrum við öllu sem fram fer?

(Forseti (EKG): Forseti mun nú fresta þessum fundi þar til kl. 17.45 og lengur ef á þarf að halda.)