143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en minnst minnar eigin ræðu sem ég hélt hér fyrir þennan fund og get bara sagt að þetta var eiginlega fyrirsjáanlegt. Þetta einkennir alla vinnu hæstv. ríkisstjórnar, þetta einkennir öll svokölluð samkomulög. Það kemur ekki á óvart miðað við gang mála að hér áðan á þingfundi, eftir ellefu daga tækifæri til þess að halda fund, að þá mundi hæstv. forsætisráðherra skyndilega fá einhverja snilldarhugmynd um hvernig væri hægt að koma til móts við kröfur þjóðarinnar: Við gleymum stjórnarandstöðunni í bili.

Þetta kemur því miður ekkert á óvart, ég hefði alveg getað sagt mér þá niðurstöðu fyrir fram. Mig langar bara að biðja hæstv. forsætisráðherra til tilbreytingar að fara að koma okkur aðeins á óvart.