143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:38]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er mat forseta að þessi fundur hafi síst af öllu verið sýndarmennska og hefur komið fram í máli þeirra sem sátu fundinn ríkur vilji til þess að reyna að leita lausna í mjög vandasömu og viðkvæmu og erfiðu máli. (Gripið fram í.) Í samræmi við það sem forseti sagði á sínum tíma og endurtekur hér er gert ráð fyrir að leitað verði hófanna á næstu dögum í nefndaviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu. Þarna var ekki verið að vísa til efnislegrar niðurstöðu heldur til þess að reynt yrði að greiða fyrir þessu máli.