143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Guðbjarts Hannessonar hér á undan um að það yrði rætt í forsætisnefnd hvernig umræðum yrði háttað lít ég ekki þannig á að forsætisnefnd þurfi nokkurn skapaðan hlut að ræða þetta. Það er búið að svíkja það samkomulag sem hér var gert þannig að þetta eru bara þrjú mál og við hljótum að fá fullan ræðutíma fyrir hvert og eitt þeirra. Ég tel ekki að forsætisnefnd þurfi að ræða það neitt.

Mér finnst það sæta svolitlum tíðindum, virðulegi forseti, að hv. þm. Birgitta Jónsdóttir sem hefur alltaf lýst því yfir að hún telji sig ekki vera í stjórnarandstöðu, hún taki afstöðu í hverju máli, boðar hér harða stjórnarandstöðu það sem eftir lifir vegna þess að henni er (Forseti hringir.) gjörsamlega ofboðið hvernig hæstv. forsætisráðherra þessa lands stendur ekki (Forseti hringir.) við eitt eða neitt sem hann segir, snýr út úr (Forseti hringir.) og skrökvar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Takk.)