143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:24]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Skýrslan sem við vorum að ræða fannst mér frekar vera greining á stöðunni. Í sjálfu sér var ekkert nýtt í henni eða ekkert sem kom sérstaklega á óvart. Skýrslan sem hefur verið boðuð stillir, ef ég skil það rétt, meira upp kostum og göllum við aðild. Það er umræða sem við verðum að taka. Það er alveg klárt að það fylgja því einhverjir gallar að ganga í Evrópusambandið. Það er jafn ljóst að því fylgja líka einhverjir kostir. Þess vegna er best að fá þá skýrslu í hendur og ræða hana, jafnvel í þinginu, og sjá auðvitað líka samninginn, sjá hvaða sérlausn við getum fengið. Ég hef trú á því ólíkt mörgum þingmönnum sem hér sitja að til séu sérlausnir hjá Evrópusambandinu.

Mér finnst þetta mjög merkilegt. Atvinnulífið kallar á meiri stöðugleika og kallar á annan gjaldmiðil og (Forseti hringir.) stjórnvöld geta ekki hunsað (Forseti hringir.) það ákall.