143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:32]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að inna hæstv. forseta eftir fyrirætlunum hans um fundarhöld hér. Það er ekki heimild fyrir kvöldfundi eftir því sem ég best veit og þá á þingfundi að vera lokið eigi síðar en kl. 20. Ég sé ekki betur en að samanlögð ræða þingmanns og andsvör við henni standi lengur en það og hef ekki orðið þess vitni, a.m.k. ekki hingað til, að mönnum væri gert að fara í ræðu upp á það að eiga von á andsvörum daginn eftir. Ég ætla svo sem ekki að fullyrða að ekki hafi á einhverjum tímapunkti verið gengið þannig fram gagnvart þingmönnum en ég held að það væri algerlega óboðlegt, satt að segja, og geri ráð fyrir að þessari umræðu sé lokið að sinni.

Ég vil líka inna forseta eftir því hvort framhald verði á því að leitað verði lausna um málsmeðferðina með (Forseti hringir.) frekari fundum formanna stjórnmálaflokkanna. Þetta mál leysist ekki hér í þingsalnum, það er nokkuð öruggt.