143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þær spurningar sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson lagði fram. Þær skipta miklu máli upp á umræður fram undan.

Ég vil einnig taka undir og ítreka það sem áður hefur komið fram um dagskrána því það er ekki skynsamlegt að setja málið á dagskrá á morgun. Tökum önnur mál fram yfir og gefum formönnum stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tíma til að vinna og greiða úr þeim málum sem hér er til umræðu.

Síðan annað. Heyrði ég rétt að forseti sagði að fundir ættu að standa til kl. átta? Ef tíu mínútna ræða fer í gang og það koma þrjú andsvör eru það 28 mínútur. Á sá hv. þingmaður sem fer í ræðu að taka andsvörin á morgun, virðulegur forseti? Það gengur ekki. (Forseti hringir.) Það þarf að taka tillit til þingmanna þegar dagskránni er haldið úti.