143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:43]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara hvetja þig, virðulegi forseti, til að hafa stjórn á fundinum og láta ekki einstaka þingmenn yfirtaka stjórnina eins og þeir hafa reynt. Hér koma hv. þingmenn klukkan rúmlega hálfátta og leggja til að þingfundi verði slitið af því að það sé svo stutt eftir. Ég hvet þig bara til að halda stjórn á fundinum og láta ekki undan þessum hroka og þrýstingi frá hv. þingmönnum.

Þingmenn segja að það sé ekki frétt að þingnefndir geti breytt málum. Svo kemur næsti maður og kvartar yfir því að hann viti ekki hvernig málin eigi að vinnast í nefndum. Ég hvet bara hv. þingmenn til að klára málið og hleypa þessu í nefnd því að við vitum öll að þar eru mestu líkurnar á að eitthvert samkomulag náist. (Gripið fram í.)