143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þar sem mér sýnast aðeins vera þrjár mínútur þar til virðulegur forseti slítur þessum fundi vil ég ítreka þær spurningar sem settar hafa verið fram um skipulag umræðunnar á morgun um hvernig eigi að fara með tillögurnar þrjár og eins hvort virðulegur forseti ætlar nokkuð að láta ræðu fara í gang og láta hv. þingmenn tala í tvær mínútur og slíta síðan fundi.

Ég bið virðulegan forseta að nýta þær mínútur sem eftir eru af þessum þingfundi til að svara þeim spurningum sem lagðar hafa verið fyrir virðulegan forseta þannig að við getum farið nestuð heim til að undirbúa ræður okkar hér á morgun.