143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:09]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú er ég í andsvari við hv. þingmann þannig að það er mitt hlutskipti að bera fram fyrirspurn og leita eftir svari. Ég get komið inn á hitt málið sem hann velti upp þegar ég kemst í ræðu mína á eftir.

Ég spurði hann hvort það væri mikilvægt — það er mikilvægt sem hv. þingmaður sagði, það er mjög mikilvægt, að það væri líklega ekki hægt að komast að niðurstöðu um hvað væri í boði nema að samningsniðurstaða lægi fyrir. Þetta er ekki algengur tónn úr röðum Framsóknarflokksins, satt að segja, það er mjög mikilvægt.

Hin spurning mín var þessi: Er ekki grunnur að sátt í málinu að þjóðin komi að ákvörðun um framhaldið?

Þá vil ég inna hv. þingmann eftir því hvort hann telji ekki að sú þingsályktunartillaga sem er líka á dagskrá og er flutt af þingflokki Vinstri grænna geti orðið að minnsta kosti grunnur að einhvers konar sáttaleið, geti verið eins konar sáttatillaga sem menn að vísu taka til umræðu í utanríkismálanefnd, en að hún sé alla vega innlegg til sátta (Forseti hringir.) í málinu.