143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:44]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann var formaður utanríkismálanefndar þegar þessi umsókn var til umræðu og ég tók eftir því í áliti meiri hlutans, sem hv. þingmaður stóð að, að þar var talað um að raunhæfur möguleiki væri á því að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Nú hefur hv. þingmaður haft góðan tíma til þess að fylgjast með framgangi þeirra mála. Því vil ég spyrja hann: Er hann jafn viss og áður? Og eftir að hafa lesið skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem sérfræðingar hafa sýnt fram á hversu miklum vandkvæðum þetta er bundið, er hann enn þá jafn sannfærður og áður um að hægt sé að fá varanlegar undanþágur? Hversu varanlegar telur hann þær geta verið? Og ef það er ekki mögulegt er þá til einhvers að vinna í svo umsvifamiklu aðildarferli að hans mati?