143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:46]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég deili því miður ekki sömu trú á íslenska hagstjórn. Mér finnst hagstjórnin ekki hafa verið þannig undanfarna áratugi að við sjáum fram á að geta einhvern tíma náð þeim stöðugleika í krónunni að geta byggt á henni til framtíðar. Við erum með krónu í höftum og það er ekkert fyrirsjáanlegt plan um hvernig við ætlum að leysa þann vanda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við erum með krónu í höftum.

Mér finnst það vera mikill ábyrgðarhluti okkar sem stjórnmálamanna að útkljá þennan möguleika í stöðunni og fá þessari spurningu svarað, bæði fyrir okkur núna og fyrir framtíðarþegna þessa lands.