143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:08]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin þó að ég verði að viðurkenna að ég er ekki fyllilega sáttur eða að hún hafi sannfært mig. Mér finnst í fyrra svarinu, með þinglegu meðferðina, eðlilegt að þetta mál fái þinglega meðferð í ljósi þess hversu víðtækir hagsmunirnir eru.

Hvað varðar löggilta endurskoðendur, get ég fullyrt að svo hefur verið um alllanga hríð að löggiltir endurskoðendur neiti að skrifa upp á reikninga sambandsins. (Gripið fram í.)

Mig langar að víkja að öðru og spyrja: Hvaða efnahagslegu mælikvarða leggur hv. þingmaður (Forseti hringir.) til til að gera það eftirsóknarvert fyrir okkur að sækja um? Nú er það staðreynd að verg landsframleiðsla (Forseti hringir.) á mann er hærri á Íslandi öll árin en meðaltal ríkja Evrópusambandsins.