143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:54]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Miðað við fyrirvarana sem við setjum í samningaviðræðunum má eiginlega segja að við séum í þeim hópi því að við gerum mjög miklar kröfur um undanþágur og sérlausnir, eins og það hefur verið kallað. Það er rétt að Danir t.d. eru á undanþágu, en þeir eru þó í samstarfi við Evrópska seðlabankann og það er ekki víst að sú lausn mundi bjóðast okkur að vera áfram með krónuna og tengda evrunni, við vitum það ekki. En það er nokkuð sem mér finnst við þurfa að skoða.

Það sem er kannski alvarlegast við þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra um að slíta viðræðunum er að þá komumst við ekkert áfram með þá umræðu. Þá verðum við hér áfram talandi um það hvað ef við hefðum og ef við værum og við vitum í rauninni ekkert í okkar haus. Allar þjóðir hafa klárað aðildarsamning og langflestar þeirra hafa lagt hann fyrir þjóðina, reyndar ekki alveg allar, held ég. Þetta yrði fyrsta þjóðin sem mundi (Forseti hringir.) slíta aðildarviðræðum og það er bara mjög sérstakt, (Forseti hringir.) það er stórt skref finnst mér.