143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:59]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Það sem mér finnst mjög einkennilegt einmitt núna er að atvinnulífið kallar eftir plani og jafnvel eftir evru og fer ekkert í grafgötur með það. Stjórnvöld verða að hlusta á það þegar atvinnulífið gerir svo ríka kröfu.

Við skulum alveg átta okkur á því að hér eru fyrirtæki sem eru á undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, það eru fyrirtæki sem gera upp í evrum, en hinn almenni launamaður, almenni neytandi notar íslenska krónu vegna þess að hann hefur ekki kost á neinu öðru. Það er ekki ásættanlegt.