143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann talaði mikið um gjaldeyrismálin. Ég er svo undarlegur að það er ekki mitt helsta áhyggjuefni við Evrópusambandið en þó hef ég alltaf svolítið gefið gaum þeirri hugmynd sem margir gagnrýnendur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið hafa nefnt, að íslenska krónan hafi í raun gert hrunið 2008 miklu skárra en það hefði getað verið vegna þess að hún flýtur undir eðlilegum kringumstæðum. Með krónu getur gengið lækkað og þar af leiðandi getum við haft jákvæðan viðskiptajöfnuð eftir það.

Ég vildi inna hv. þingmann eftir viðhorfum hans gagnvart þessu sjónarmiði, að kannski hafi krónan verið mjög heppileg í hruninu þótt hún sé ekki verið heppileg fyrir (Forseti hringir.) efnahaginn þegar vel gengur.