143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:52]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Krónan flýtur ekki sem stendur. Hún er vissulega gjaldmiðill í höftum og þess vegna höfum við verið með viðunandi ástand. En við búum við mjög óheilbrigt ástandi. Það er nokkuð sem við þurfum að leysa til langframa.

Þegar ég minnist á það í ræðu minni að við í Bjartri framtíð séum með tillögu um að við mótum okkur gjaldmiðilsstefnu erum við meðal annars að benda á að það er ekkert plan í gangi. Það er engin áætlun sjáanleg um hvernig við leysum þessa stöðu. Við höfum lagt til að upptaka evru sé kostur sem beri að skoða en þeir sem eru andvígir því hafa ekki bent á neina aðra leið.