143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:55]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta eru mjög fínar spurningar sem hv. þingmaður beinir til mín. Það eru ekki einföld verkefni sem blasa við okkur í þessum efnum. Það væri ábyrgðarleysi af mér að halda því fram að þetta gerðist bara af sjálfu sér við það að ljúka aðildarviðræðunum, fara með þær í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin mundi mögulega samþykkja inngöngu.

Þetta kallar á mikinn aga í ríkisfjármálum, þetta kallar á áætlanagerð en menn gætu að minnsta kosti séð til lands. Menn væru þá að vinna eftir einhverri áætlun sem við þyrftum að koma okkur upp, fara inn í evrusamstarfið, fara inn á þau byrjunarstig sem Evrópusambandið hefur komið sér upp til að hjálpa þjóðum inn í þetta myntsamstarf. Sumar þjóðir eins og Danir, sem hér voru nefndir áðan, Bretar og Svíar, hafa reyndar kosið að stíga ekki alla leið inn í það samstarf. Það er (Forseti hringir.) auðvitað valkostur.