143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:01]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

(ValG: Nú veitir andsvar hv. 9. þm. Reykv. s., Helgi Hjörvar.)

(Gripið fram í: Andsvar?) (Gripið fram í: … af fjöllum.)

Það skal ég glaður gera, virðulegur forseti, fyrst eftir því er sérstaklega óskað af forsetastóli.

Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans og umfjöllunina um gjaldmiðilinn. Nú er það svo að við höfum í hartnær 100 ár verið að spreyta okkur á þeim gjaldmiðli sem við erum með og heitir íslenska krónan. Ég held að það sé orðið erfitt að hafa tölu á þeim skiptum sem við höfum farið flatt á því. Það virðist enn þá eima eftir af því í umræðunni að þrátt fyrir algert efnahagshrun séu þeir enn til sem vonist til þess að aftur megi fá tiltrú á íslensku krónunni. Ég vildi spyrja hv. þingmann hvort hann telji það vera raunsæjar væntingar um framtíð íslensku krónunnar annars vegar og hins vegar hvort hann sjái fyrir sér að það megi takast í fyrirsjáanlegri framtíð eða á næstu árum að skapa þá tiltrú (Forseti hringir.) sem þarf á þann gjaldmiðil.