143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:03]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vona að ég fái sambærilega einkunn hjá hæstv. forseta þegar ég hef lokið ræðu minni.

Ég hef heyrt það í umræðunni, sérstaklega eftir hrun og þegar þessi spurning um krónuna og framtíð hennar hefur verið uppi, að þeir sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið og vilja halda í krónuna hafi komist að því, og það sé niðurstaða eftir áratugaskoðun, að það sem þurfi til þess að geta verið með krónuna sé öguð hagstjórn. Niðurstaðan sé sem sagt eftir 100 ára leit og tilraunastarfsemi að það sem okkur hafi yfirsést sé öguð hagstjórn. Ég held að það hafi verið reynt nokkuð lengi (Forseti hringir.) en því miður ekki með góðum árangri.