143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:07]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir fróðlega ræðu og sérstaklega fyrir að vekja máls á gjaldmiðlinum. Ég tók eftir því hjá hv. þingmanni að hann taldi íslenskri þjóð fyrirmunað að sýna agaða hagstjórn í framtíðinni og þess vegna þyrfti hún að taka upp evru eða einhvern sambærilegan gjaldmiðil.

En hvað ef okkur mistekst með agaða hagstjórn í framtíðinni og við erum komin með evru? Hvað gerist þá? Því fengu Möltubúar að kynnast.

Við gætum líka, umfram það að gera mistök í okkar hagstjórn, orðið útsett fyrir náttúrulegum sveiflum, við erum þannig stödd í heiminum. Hverjar yrðu þá afleiðingarnar? Óttast hv. þingmaður ekki að þá geti orðið fjármagnsflótti eins og varð frá Möltu? Samdráttur vegna fjármagnsflótta og gríðarlegt atvinnuleysi og jafnvel þyrfti að setja höft á. Hvað kæmi í veg fyrir að það gerðist hjá okkur fyrst það gerðist í evruríkinu Möltu?