143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:27]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú býsna erfitt að svara þessari spurningu. Það voru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þeim löndum sem hafa átt hvað bágast á undanförnum árum, áður en þau gengu í Evrópusambandið.

Ég hef margoft sagt það að mörg þessara landa voru tekin inn í Evrópusambandið í hraðferð vegna þess að verið var að tryggja lýðræðisþróun. Það má því kannski segja að efnahagsþróunin hafi setið eftir. En ég er ekkert viss um að þessi lönd hefðu komið betur út með sína gömlu gjaldmiðla.

Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að lífið verður áfram erfitt, og á að vera erfitt, fyrir þjóðir. Það er hins vegar óþarfi að gera það erfiðara en ástæða er til. Ég skal ekki segja, þetta er mjög erfið spurning sem kannski enginn getur svarað.