143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:33]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri á salnum að það er rétt sem segir einhvers staðar að það sé meiri gleði yfir einum ranglátum sem snýr aftur en 99 réttlátum. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvar hann telji að hagsmunir okkar Íslendinga lægju nú, í ljósi þeirra atburða sem orðið hafa kunnir í dag, þ.e. varðandi makrílveiðar, ef við værum þegar þátttakendur í Evrópusambandinu. Getur hann útskýrt fyrir mér hvar hann telji að hagsmunir okkar lægju, hverjir þeir væru, og hvaða afleiðingar það hefði haft fyrir okkur, í ljósi þeirra atburða sem nú eru orðnir, ef við værum þegar orðnir meðlimir?