143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:35]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta svarar í sjálfu sér ekki alveg spurningunni vegna þess að við ættum þá væntanlega von á því að aðrar þjóðir væru hér að veiða makríl.

Mig langar líka að spyrja hv. þingmann hvort hann eigi skýringu fyrir mig á því að þriðjungur Þjóðverja vill ganga úr þessu bandalagi og væntanlega fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi á næsta ári um úrgöngu. Nokkur hluti Dana og Svía er sömu skoðunar. Spurningin er þessi: Fer einangrunarsinnum fjölgandi hjá þessum þjóðum eða eru kannski svona margir framsóknarmenn í Evrópu sem mér þykir nú reyndar nærtækari skýring.

Á hv. þingmaður skýringu á því hvers vegna þessi hópur er æstur í að yfirgefa þessa sælu?