143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:48]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf nú ekki einu sinni að nota þessa mínútu vegna þess að þetta er mjög merkileg yfirlýsing frá hv. þm. Kristjáni Möller um að flokkar skipti aldrei um skoðun. Það er þá alveg nýtt í íslenskum stjórnmálum og stjórnmálum almennt, þannig að við skulum halda því til haga. En einhverra hluta vegna kýs hann að svara ekki spurningunni sem ég beindi til hans sem var: Hvað var það sem ég sagði svona jákvætt um Evrópusambandið í Kringlunni í aðdraganda kosninga 2013?