143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:54]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá er ósvarað þeirri spurningu, þar sem þetta er skoðun hv. þingmanns, hvort hann hafi tekið þessa umræðu við ráðherra Vinstri grænna í fyrrverandi ríkisstjórn þegar þeir samþykktu það gegn eigin yfirlýsingum í kosningabaráttunni, gegn samþykktum landsfundar Vinstri grænna, (Gripið fram í: Nei.) [Kliður í þingsal.] gegn því sem sagt var í kosningabaráttunni (Gripið fram í: Ekki …) árið 2009, fyrir kosningabaráttuna þá, (ÁPÁ: Segja satt.) að Vinstri grænir væru á móti (Gripið fram í: Vinstri grænir …) aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom flatt upp á alla þá kjósendur Vinstri grænna sem ég hef hitt í mínu kjördæmi að Vinstri grænir leiddu svo þá (HHj: Er þingmaðurinn …?) baráttu að koma okkur Íslendingum (ÁPÁ: … þjóðaratkvæðagreiðslu …) inn í aðlögunarviðræður við Evrópusambandið. [Kliður í þingsal.]

(Forseti (ÞorS): Forseti biður þingmenn að hafa hljóð.)

Ef menn ætla að halda því fram að það sé stefna hv. þingmanns að lesa yfir þingmönnum Framsóknar upp úr gömlum kosningayfirlýsingum, þegar viðkomandi voru ekki einu sinni í framboði, (Forseti hringir.) verða menn auðvitað að gera það á öllum vígstöðvum, (Forseti hringir.) ekki bara þegar það hentar.