143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:57]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við í stjórnarandstöðunni höfum haft forgöngu um málefnalega umræðu um Evrópusambandið í björtu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki þorað að vera með í þeirri umræðu að ræða loforð sín fyrir síðustu kosningar. Og nú bregða ríkisstjórnarflokkarnir á það ráð að knýja í gegn með ofbeldi kvöld- og næturfundi á Alþingi til að troða málinu í gegn með einum eða öðrum hætti í stað þess að taka þátt í málefnalegri umræðu.

Ríkisstjórnin spillir friðnum á Alþingi. Hún sundrar þjóðinni, hún svíkur loforð sín, hún stendur ekki vörð um hagsmuni Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Virðulegur forseti. Ég mótmæli þessari svívirðilegu framkomu hér á þinginu.