143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:04]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það kemur mér verulega á óvart að boðað skuli til atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar þegar klukkan er orðin meira en sex að kvöldi. Það kemur mér mjög á óvart. Fyrr í dag var kallað eftir hæstv. ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, slag í slag. Vísað var í orð sem voru látin falla í óundirbúnum fyrirspurnum og kölluðum við eftir hæstv. ráðherrum til að fara yfir málið. Getur það verið, virðulegur forseti, að forseti sætti sig við að hæstv. ráðherrar skili sér einungis í hús til að greiða atkvæði um lengd þingfundar en koma ekki í umræðuna? Það er óásættanlegt.