143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við höfum rætt um allnokkra hríð kosningasvik Sjálfstæðisflokksins. Ég hef kallað eftir því oftar en einu sinni að hæstv. ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komi hingað og geri grein fyrir skyndilegri breytingu á afstöðu, því að þetta er algerlega óviðunandi. Það er mjög óeðlilegt að þetta mál fari til nefndar og það verði einhvers konar þingleg meðferð á kosningasvikum Sjálfstæðisflokksins án þess að við fáum að vita úr þeirra munni af hverju svo er. Þegar ég var kölluð hingað til atkvæðagreiðslu hugsaði ég: Það skyldi þó ekki vera að hæstv. ráðherrar ætluðu að gera svo lítið að segja okkur frá afstöðuskiptum sínum? Nei, svo er ekki. Ég sé ekki einn þeirra á mælendaskrá en þeir eru mættir hér í hús til að greiða atkvæði um lengri þingfund. Þetta er hneisa, herra forseti.