143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:13]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það hefur margkomið fram að forseti hefur lagt mikla áherslu á að hægt verði að ljúka umræðu um þetta mál á þessum degi og hefur freistað þess í dag að sjá til þess að það megi takast án þess að fundur verði hér fram á kvöld. Það tókst ekki og það er ekki við neinn einstakan að sakast í þeim efnum. Það varð einfaldlega ekki niðurstaðan að það væri hægt og þess vegna er nú boðað til kvöldfundar. Þetta veit ég að hv. þingmönnum er mætavel kunnugt.