143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

…umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:37]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla að lýsa yfir ánægju með fundarstjórn forseta þessa viku. Mér finnst lítil sanngirni koma fram í hans garð í orðum þingmanna. Ég skil (Gripið fram í.) reyndar ekki alveg þessa geðshræringu vegna þess, eins og hæstv. forseti minntist á, að hann notaði til dæmis ekki þann möguleika að hafa hér kvöldfund á þriðjudag. (Gripið fram í.)

Umræðan hefur verið gríðarlega góð og málefnaleg til þessa (Gripið fram í.) þannig að … Gæti ég kannski fengið hljóð, herra forseti? Þessi umræða hefur verið góð og málefnaleg og það er engin ástæða til þess að spilla því. Það gengur mjög á mælendaskrá þannig að það er í sjálfu sér ekkert mál að ljúka þessari umræðu tiltölulega fljótt og vel. Ég held að við ættum öll að reyna að stuðla að því að það verði hægt.