143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[19:09]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu af mörgum ástæðum sem hafa áður komið fram. Ég geri ráð fyrir að þeir ráðherrar sem hér sitja, Illugi Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson að sjálfsögðu, sem hefur nú setið hér, hæstv. forsætisráðherra, hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra, hæstv. heilbrigðisráðherra og hæstv. innanríkisráðherra, ætli að vera hér með okkur í kvöld. Atkvæði þeirra hér á töflunni sýna okkur það og gefa okkur hinum væntingar um að þau ætli að vera með okkur í kvöld og eiga við okkur samtal um það hvers vegna þau eru að svíkja loforð sín, hvers vegna þau horfa ekki á 50 þúsund undirskriftir, hvers vegna þau hunsa vilja 82% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.

Virðulegi forseti. Ég vænti þess líka að þau komi hingað inn og segi okkur hvers vegna ganga þarf fram af slíku offorsi, hver sú neyð er sem kallar á að menn gefi allt í botn klukkan hálfsex á þessum fimmtudegi.