143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:44]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra er kominn hingað í salinn en aðrir eru það ekki, þeir ráðherrar sem óskuðu eftir kvöldfundi. Ég vil fá að heyra það frá hæstv. forseta hvort það sé ekki alveg öruggt að kallað hafi verið í þá og þeir verði komnir þegar ræðuhöld byrja um þetta mál. — Ég er að óska eftir viðbrögðum forseta, hvernig forseti ætlar að bregðast við þessari ósk.

(Forseti (SilG): Forseti upplýsir það hér með að boðum til hæstv. ráðherra hefur verið komið á framfæri.)

En það hefur verið gert síðustu tvo daga. Það hefur engum árangri skilað. Ég velti fyrir mér hvort hæstv. forseti geti gripið til einhverra róttækari ráðstafana en eingöngu að koma boðum til þeirra. Það virðist ekki vera mjög einfalt að gera og boð virðast skila sér illa, nema þá hrokinn sé orðinn svo mikill gagnvart þinginu að menn hunsi það. Ég neita að trúa því. En ég er næst (Forseti hringir.) á mælendaskrá og ég óska eftir því að þeir ráðherrar sem (Forseti hringir.) vildu greinilega hlusta á ræður í kvöld og eiga við okkur samtal (Forseti hringir.) verði komnir hér í hús.