143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[22:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Helga Hjörvars, það var sannarlega gott að hæstv. fjármálaráðherra skyldi taka þátt í umræðunni. Ég verð þó að segja að hann valdi með mjög hraustlegum hætti að skauta verulega fram hjá eigin kosningaloforðum. Mér finnst mjög mikilvægt að hér komi fleiri hæstv. ráðherrar og skýri afstöðu sína því að miðað við orðheldnina, sem virðist lítil, er ég nánast sannfærðari en ég var áður um að þetta mál megi ekki fara til nefndar nema það sé eitthvað handfast varðandi það hvernig eigi að meðhöndla þetta.

Orðheldni er forsenda trausts og ég tel það ekki til staðar í þessu máli, frú forseti.