143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[22:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú búið að segja þetta svo oft. Það sem er sérkennilegt við þessa tillögu er að hún hefur afdrifarík áhrif fyrir það að loka þeirri gátt sem við hugsanlega hefðum. Við erum í gjaldeyrishöftum, það þarf að afnema gjaldeyrishöftin. Það er álit Seðlabanka Íslands að í gjaldmiðlamálum Íslands séu í framtíðinni tvær leiðir, það sé annars vegar evra — þ.e. að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, það tekur langan tíma, ég veit það — eða íslenska krónan. Við vitum öll hvernig hún hefur fallið og er bara brot eitt af því virði sem hún var fyrir ekki svo löngu síðan. Þess vegna og vegna hinna miklu (Forseti hringir.) viðbragða sem hafa orðið við tillögunni í þjóðfélaginu (Forseti hringir.) sem beðið er eftir (Forseti hringir.) að gefin verði fyrirheit um það að (Forseti hringir.) þessi tillaga, þ.e. að viðræðum verði einfaldlega ekki slitið (Forseti hringir.) án aðkomu (Forseti hringir.) þjóðarinnar.