143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:55]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er ekkert smámál. Þetta er þingsályktunartillaga þar sem kveða á um að að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Það er ekki nóg með það, þarna er annar stjórnarflokkurinn að þverbrjóta kosningaloforð sitt. Hann er ekki að brjóta kosningaloforð um eitthvað smáræði heldur um þetta stóra utanríkismál. Hér stöndum við sannarlega með hæstv. utanríkisráðherra en aðrir hæstv. ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, og við tölum nú ekki um hæstv. forsætisráðherra sem ber okkur furðuleg skilaboð frá Brussel sem ekki fást skjalfest á skjölum sambandsins, láta ekki svo lítið að vera viðstaddir. Klukkan er að verða miðnætti. Ég legg til að forseti slíti þessum (Forseti hringir.) fundi.