143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að segja að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er hjartanlega sammála hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og ég vona að þetta sé ekki síðasta skiptið heldur.

Forseti sagði áðan mjög skýrt og greinilega að hann ætlaði að svara spurningum þegar þessari lotu, held ég að hann hafi sagt, væri lokið. Ég vissi ekki að við værum komin í einhverja keppni sem skiptist í lotur. Ég ætla alla vega að leggja fram þessa spurningu: Nú er klukkan tólf. Klukkan hvað verður fundi slitið? Ég er boðuð á annan fund klukkan korter yfir níu í fyrramálið þannig það kæmi sér vel að vita það svo ég geti áætlað hversu langan svefn ég fæ (Forseti hringir.) áður en ég þarf að vakna aftur.